Fimleikafólk á Akureyri á leið í nýja fimleikahúsið

Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi verið meðal fimleikafólks þegar fyrstu gámarnir af fimleikabúnaði voru losaðir inn í hið nýja fimleikahús Akureyrar sem verið er að reisa við Giljaskóla. Þrír gámar af stærstu gerð, sem eingöngu innihalda búnað fyrir stóra öryggisgryfju, voru bornir inn af þjálfurum, foreldrum og iðkendum.   

Samkvæmt upplýsingum Hans Rúnars Snorrasonar, var afar ánægjulegt og táknrænt fá búnað gryfjunnar fyrst því hún er það sem vantað hefur hvað mest í fimleikaþjálfun á Akureyri. Fimleikagryfja er öryggissvæði til að þjálfa upp erfiðleikaæfingar á öruggan hátt. Í þessari viku komu svo sérfræðingar frá Danmörku til að setja búnaðinn upp fyrir gryfjuna.

Nýjast