Filip Szcewzyk, leikmaður KA, var valinn besti leikmaður Mikasa-deildar karla í blaki á árs-og uppskeruhátíð Blaksambands Íslands sem haldin var að Varmá í Mosfellsbæ á dögunum. Filip fékk einnig verðlaun sem besti uppspilarinn í karlaflokki.
Þá hlaut Piotr Kempisty frá KA viðurkenningu fyrir að vera stigahæsti leikmaðurinn, en Piotr skoraði alls 206 stig í vetur. Efnilegasti leikmaðurinn í karlaflokki var valinn Lúðvík Már Matthíasson frá HK og Róbert Karl Hlöðversson frá Stjörnunni besti þjálfarinn.
Í kvennaflokki var Fjóla Rut Svavarsdóttir frá Þrótti R. valin besti leikmaðurinn, Lilja Einarsdóttir frá Þrótti N. þótti efnilegust og Matthías Haraldsson frá Þrótti N. var valinn besti þjálfarinn.