Undanfarnar vikur hefur þess orðið vart að óæskilegir aðilar leggi leið sína á grunnskólalóðir á Akureyri og noti skjól við skólana undir eiturlyfjaneyslu. Fundist hafa ummerki um slíkt við minnst þrjá grunnskóla í bænum. Heimir Eggerz Jóhannsson, formaður Samtaka, svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar, segir að brugðist verði við þessari ógn með því að hefja aftur foreldrarölt í öllum hverfum bæjarins og í miðbænum líkt og tekið var upp fyrir tveimur árum. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 26. maí