FH- ingur stefnir Akureyrarbæ vegna slyss á Þórsvelli

Þórsvöllur á Akureyri
Þórsvöllur á Akureyri

Vísir.is segir frá því í dag að Harjit Delay, Hafnfirðingur og ötull stuðningsmaður karlaliðs FH í knattspyrnu, hefur stefnt Fasteignum Akureyrarbæjar vegna slyss sem hann varð fyrir á meðan viðureign FH gegn Þór í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014 fór fram.

„Harjit féll úr stúkunni þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH fimmu (e. high five) og slasaðist alvarlega. Í stefnu sem Magnús Davíð Norðdahl héraðsdómslögmaður hefur útbúið fyrir hönd Harjit kemur fram að krafist sé viðurkenningar á bótaskyldu Fasteigna Akureyrarbæjar vegna slyssins,“ segir í frétt Vísis. 

Viðurkenningar á bótaskyldu var áður krafist í nóvember 2014 eða tveimur mánuðum eftir slysið. Henni var hafnað af Sjóvá-Almennum tryggingum. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum staðfesti þá ákvörðun þann 10. mars í fyrra. Fyrir vikið ákvað stefnandi að fara dómstólaleiðina.

Lesa má frétt Vísis í heild með því að smella hér.

Nýjast