Vegna ófærðar og slæms veðurútlits í dag hefur öllum áætlunarferðum sérleyfisbifreiða Sterna verið frestað til morguns. Áætlað er að farið verði frá Hellissandi til Reykjavíkur og Akureyrar kl. 07:45 og frá Stykkishólmi kl. 08:15. Farið verður frá Reykjavík til Akureyrar, Búðardals og Hólmavíkur á morgun kl. 08:30. Einnig hefur ferðinni frá Akureyri til Reykjavíkur verið frestað til morguns og áætlað að hún fari kl. 08:30. Þá liggur allt innanlandsflug Flugfélags Íslands niðri en athuga á með flug klukkan 12:15.