Félagsmenn Einingar-Iðju samþykktu nýjan kjarasamning

Félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa á almenna vinnumarkaðinum samþykktu með miklum meirihluta nýjan samning við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir þann 5. maí sl. Póstatkvæðagreiðsla á meðal félagsmanna  stóð yfir frá 11. maí til kl. 17 í gær.  

Á kjörskrá voru 2.461, atkvæði greiddu 778 eða 31,6%. Já sögðu 660 eða 84,8% og var samningurinn því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. Nei sögðu 101 eða 13%. Auðir seðlar og ógildir voru 2,2%. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Nýjast