Félagsmálaráð fagnar viðurkenningu fyrir góðan rekstur

Bæjarráð Akureyrar heimilaði færslu fjárveitinga á milli ára í málaflokkum félagsþjónustu og fræðslu- og uppeldismála og komu 12 milljónir króna í hlut fjölskyldudeildar og búsetudeildar, eins og fram hefur komið. Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi félagsmálaráð og þar var samþykkt að skipta upphæðinni jafnt á milli deildanna og fær hvor deild því 6 milljónir króna til ráðstöfunar.  

Jafnframt kom fram að félagsmálaráð fagnar þessari ákvörðun og lítur svo á að um viðurkenningu sé að ræða fyrir góðan rekstur. Þá komu 10 milljónir króna í hlut skóladeildar.

Nýjast