Féð kemur misvænt af fjalli

Sauðfjárslátrun hófst hjá Norðlenska á Húsavík í vikunni og var þá slátrað um eitt þúsund dilkum. „Við komum til með að slátra liðlega 2000 dilkum á dag þegar allt verður komið á fulla ferð. Hérna starfa um 140 manns og nokkuð vel gekk að ráða í allar stöður. Eins og venjulega bjarga útlendingar okkur, mér skilst að hérna starfi fólk frá sautján þjóðlöndum,“ segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri.

Hann segir að féð komi misvænt af fjalli. Réttum fyrir norðan var víða flýtt vegna slæmrar veðurspár í síðustu viku. Í dag verður réttað í Mýrarrétt í Bárðardal og á sunnudaginn er svo fyrirhugað að rétta í Tungurétt í Svarfaðardal.

karleskil@vikudagur.is

 

Nýjast