Farþegar sumarsins hátt í 80 þúsund

65 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar / mynd Karl Eskil
65 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar / mynd Karl Eskil

„Komur skemmtiferðaskipa hingað til Akureyrar skipta miklu máli, það eru mörg fyrirtæki sem gera út á að þjónusta skipin með ýmsum hætti. Á árum áður voru fyrirtækin tiltölulega fá, en í dag er öldin önnur,“ segir María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri Akureyrarstofu.

 

Höfnin hagnast

 

Farþegar skemmtiferðaskipa sem komu til Akureyrar í fyrra voru samtals 67 þúsund og í áhöfn voru 30 þúsund manns.Í sumar er áætlað að 65 skip komi til Akureyrar, með 76 til 78 þúsund farþega. Ef áhafnir skipanna eru taldar með, koma til bæjarins um 110 þúsund manns. Aukningin er því töluverð.Tekjur Hafnasamlags Norðurlands vegna skemmtiferðaskipa voru í fyrra um 100 milljónir króna, eða rétt um 30% af veltu samlagsins.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

 

karleskil@vikudagur.is

 

Nýjast