„Farið með okkur eins og prinsessur”

Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona úr Þór/KA, stendur í ströngu þessa dagana með landsliði Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands gegn Frökkum sl. mánudag sem tapaðist 1-3.

„Þetta er rosalega fínt hérna og það er farið með okkur eins og prinsessur. Þetta er bara alveg frábært,”  segir Rakel m.a. um veruna með landsliðinu í Finnlandi en lesa má viðtalið í heild sinni í Vikudegi sem kemur út í dag.

Nýjast