Fannar aftur til æfinga hjá Tottenham

Fannar Hafsteinsson. Mynd: Vefur KA.
Fannar Hafsteinsson. Mynd: Vefur KA.

Fannar Hafsteinsson, markvörður hjá KA og U-17 landsliðinu, verður þessa vikuna við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Þetta er í annað sinn sem Fannar æfir hjá félaginu en hann var þar einnig í júlí í sumar. Fannar er 16 ára og hefur áhugi erlendra liða á markverðinum verið talsverður undanfarið. Fannar er á yngsta ári í öðrum flokki KA, auk þess sem hann hefur verið varamarkvörður meistaraflokks félagsins. Þetta kemur fram á vef KA. 

 

 

Nýjast