Það hljóp á snærið hjá Níelsi Ómarssyni sem tók þátt í sveppagöngu Skógræktarfélags Eyfirðinga fyrr í vikunni. Níels er áhugamaður um stríðsminjar og var svo heppinn að finna gamla bjórdós sem breskur hermaður hefur að líkindum drukkið úr fyrir um það bil 80 árum, eða áratug fyrr en skógræktarfélagið hóf gróðursetningu á Miðhálsstöðum. Skógurinn á Miðhálsstöðum er 70 ára í ár.
Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE telur að Níels hafi væntanlega komið niður á ruslahaug á svæðinu. Hann telur að bjórinn hafi verið af tegundinni Ruppert.