Fallslagur í Þórsvelli í dag
„Víkingur er með fínt lið en þeir hafi ekki verið að spila eins vel og þeir geta. Við vonum bara að þeir fari ekki að detta í neinn rosalegan gír hérna í dag,“ segir Þorsteinn.
Þeir Atli Sigurjónsson og Jóhann Helgi Hannesson verða báðir í banni í dag og því fjarri góðu gamni. Víkingar mæta einnig lemstraðir til leiks en þeir Halldór Smári Sigurðsson og Þorvaldur Sveinn Sveinsson verða báðir í banni. Þetta verður fyrsti leikur Víkings undir stjórn nýs þjálfara, Bjarnólfs Lárussonar.
Alls fara fimm leikir fram í Pepsi-deildinni í dag. Auk leiksins á Þórsvelli mætast Fram og ÍBV á Laugardalsvelli, Grindavík og Fylkir á Grindavíkurvelli, Stjarnan og Keflavík á Stjörnuvelli og KR og Breiðablik eigast við í Vesturbænum. Tólfta umferðin klárast svo á morgun þegar þegar FH tekur á móti Val.