Fallegt veður á Akureyri
Það hafa skipst á skin og skúrir í veðrinu norðan heiða að undanförnu. Um síðustu helgi snjóðaði og í kjölfarið myndaðist hálka á götum Akureyrar, með tilheyrandi vandræðum fyrir marga ökumenn sem ekki eru komnir á vetrardekk. Á mánudagsmorgun var svo hægt að opna skíðagöngubrautina í Hlíðarfjalli. Það fór svo að hlýna á ný og í dag er fallegasta veður á Akureyri, sól, stilla, hitastigið yfir frostmarki og allar götur auðar.
Bíleigendur, sem ekki hafa skipt yfir á vertrardekk, eru því enn tvístígandi. Um helgina og fram í næstu viku er gert ráð fyrir hæglætisveðri norðanlands, suðlægum áttum og rauðum hitatölum.