Fallbaráttuslagur á Akureyrarvelli í dag

Tólfta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu klárast í dag með tveimur leikjum. Á Akureyrarvelli tekur KA á móti Leikni R. kl. 16:00 og ÍR og BÍ/Bolungarvík mætast á ÍR-velli kl. 14:00. Það verður sannkallaður fallbaráttaslagur á Akureyrarvelli þar sem sex stig skilja liðin að í neðri hluta deildarinnar. Leiknir hefur fjögur stig í neðsta sæti en KA tíu stig tveimur sætum ofar og þurfa bæði liðin sárlega á þremur stigum að halda í dag.  

Nýjast