Fálkaungi á lögreglustöðinni

Heldur óvenjulegur gestur fékk að gista í fangaklefa lögreglunnar á Akureyri í nótt. Var það fálkaungi sem göngufólk fann fyrir ofan bæinn í gærkvöld og kom í hendur lögreglu. Í dag á að koma unganum til sérfræðinga hjá Háskólanum á Akureyri en þangað til þá fær hann að sitja í grjótinu.  

Að sögn lögreglumanna á Akureyri reyndu þeir að gefa unganum að éta í nótt en hann hafi ekkert viljað. Uppeldi fálkaunga sér ekki á sérsviði lögreglumanna svo honum verður komið í hendur einhverra sem vita eitthvað um slíkt hið fyrsta, segir á mbl.is.

Nýjast