Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað fagráð sjúkraflutninga til fjögurra ára. Hlutverk fagráðsins er að vera ráðherra til ráðgjafar um öll fagleg málefni varðandi sjúkraflutninga og stefnumótun á þessu sviði. Ráðið er skipað samkvæmt reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga. Helstu verkefni fagráðs sjúkraflutninga eru að gera tillögur til velferðarráðherra um starfsreglur, staðla, verkferla, vinnuferla eða aðrar þær reglur og þjónustuviðmið sem gilda skulu um sjúkraflutninga.
Fagráðið skal einnig fjalla um menntun sjúkraflutningamanna og annarra heilbrigðisstétta sem taka þátt í sjúkraflutningum og skyldri starfsemi, námslýsingar og hæfniskröfur. Fagráð sjúkraflutninga heyrir undir velferðarráðuneytið. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa er formaður ráðsins og einnig faglegur yfirmaður lækna sem hafa umsjón með sjúkraflutningum í heilbrigðisumdæmum.
Fagráðið er svo skipað:
Skipunartími fagráðsins er frá 1. janúar 2012 31. desember 2015. Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.