Fagnar aðgerðum sem taka á skuldavanda heimilanna

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem taka á skuldavanda heimilanna og eru einhverjar þær umfangsmestu sem gripið hefur til. Annars vegar er um almennar aðgerðir, sem nýtast munu öllum og hins vegar sértækar aðgerðir sem beinast að þeim sem verst standa. Mikilvægt skref hefur verið stigið til að koma til móts við skuldsett heimili.  

Stjórn Samfylkingarinnar Akureyri fagnar því sérstaklega að stofnað verði embætti umboðsmanns skuldara, áður Ráðgjafastofa heimilanna, sem ætlað er að gæta hagsmuna skuldara. Samfylkingin á Akureyri hefur lengi barist fyrir því að Ráðgjafastofa heimilanna hafi starfsemi á Akureyri sem þjóni landsbyggðinni. Nú, þegar til stendur að stofna embætti umboðsmanns skuldara þá skorar stjórnin á stjórnvöld að koma upp starfsstöð á Akureyri til að koma til móts við íbúa landsbyggðarinnar, segir í ályktun stjórnar.

Nýjast