Færri fyrirtæki en sterkari eftir hrun

„Við höfum fylgst með fjölda nýrra fyrirtækja og þeim fjölgaði eftir hrun en nú hefur þeim fækkað í heildina,“ segir Magnús Ásgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Á haustfundi félagsins á dögunum hélt hann erindi sem nefndist Atvinnuþróun í breyttu landslagi og fjallaði þar um breyttar aðstæður eftir hrun, m.a. félagslegar og efnahagslegar breytingar og áhrif þeirra á störf AFE.

Magnús segir að fyrri úttektir hafi leitt í ljós hærra hlutfall fyrirtækja í vandræðum. „Þannig að það má draga þá ályktun að þau verst settu hafi farið á hausinn og það séu sterkari en færri fyrirtæki sem standa eftir.“  Þó segir hann að fjölgun sé á fyrirtækjum í framleiðslugreinum og í ferðaþjónustu. „Það er í takt við okkar væntingar og helgast aðallega af gengi krónunnar sem er útflutningsgreinum og ferðaþjónustu hagstætt,“ segir Magnús.

Nýjast