Halldór Brynjar Halldórsson, Rúnar Sigurpálsson, Sigurður Arnarson og Mikael Jóhann Karlsson unnu skákir sínar en jafntefli gerðu þeir Áskell Örn Kárason og Jakob Sævar Sigurðsson. Seinni umferðin fór fram í Hofi á sunnudag og þar gáfu Færeyingarnir ekkert eftir og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Rúnar Sigurpálsson vann sína skák í Hofi og hann var sá eini í íslenska liðinu sem vann báðar sínar skákir en alls tefldu sjö íslenskir skákmenn í báðum umferðum. Viðar Jónsson vann einnig sína skák í seinni umferðinni en jafntefli gerðu þeir Áskell Örn, Hjörleifur Halldórsson, Jakob Sævar og Jón Kristinn Þorgeirsson, sem er aðeins 11 ára gamall. Jóni Kristni var teflt fram í seinni umferðinni og hann varð þar með langyngsti keppandi sem tekið hefur þátt í landskeppninni frá upphafi og sá yngsti sem nokkru sinni hefur teflt hefur fyrir Íslands hönd í keppni þar sem ekki er raðað í aldursflokka. Áður en sest var að tafli í Hofi tóku færeysk-íslensku snillingarnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar nokkur létt lög fyrir skákmennina og gesti.