Færðu fæðingardeild SAk veglega peningagjöf

Alexander Smárason forstöðulæknir, Ingibjörg Jónsdóttir forstöðuljósmóðir, Valdís Jónsdóttir sem sá …
Alexander Smárason forstöðulæknir, Ingibjörg Jónsdóttir forstöðuljósmóðir, Valdís Jónsdóttir sem sá um allt skipulag í kringum Mömmur og möffins og sonur hennar Jón Friðrik.

Fulltrúar góðgerðarsamtakanna Mömmur og Möffins færðu fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri peningagjöf í byrjun september upp á rúmlega 800 þúsund krónur sem er afrakstur af árlegri möffins sölu í Lystigarðinum í byrjun ágúst.

„Við erum afar þakklát fyrir þessa höfðingjalegu gjöf og viljum þakka sérstaklega skipuleggjendum sem og öllum þeim sem lögðu verkefninu lið. Einnig viljum þakka öllu þeim sem versluðu möffins og lögðu þannig peninga til verkefnisins,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir forstöðuljósmóðir.

Peningaupphæðin verður nýtt upp í kaup á hjartsláttarsírita sem nemur hjartslátt barns í móðurkviði og einnig hjartslátt móður.


Athugasemdir

Nýjast