Á fundi félagsmálaráðs Akureyrarbæjar í gær, kynnti Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, stöðu biðlista eftir hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum, skammtímadvöl og dagvistarrýmum á ÖA. Þar kom fram að fækkað hefur á biðlistum eftir hjúkrunarrými og skammtímadvöl vegna mikilla breytinga á árinu, 14 eru á biðlista eftir hjúkrunarrými, 9 eftir dvalarrými, 13 eftir skammtímadvöl og 10 eftir dagvist á ÖA.