Fækka þarf stútum undir stýri

Umferðarslysum sem ökumenn undir áhrifum áfengis hafa valdið hefur fjölgað mikið í ár eftir fækkun n…
Umferðarslysum sem ökumenn undir áhrifum áfengis hafa valdið hefur fjölgað mikið í ár eftir fækkun nokkur ár á undan.

Eftir mikla fækkun umferðarslysa vegna ölvunaraksturs undanfarin ár fjölgaði þeim aftur í ár. Eins og fram hefur komið á Vikudegi.is munu þrisvar sinnum fleiri slasast í umferðinni af völdum ökumanna undir áhrifum en í fyrra ef fram heldur sem horfir. 

Samgöngustofa hefur miklar áhyggjur af þessari þróun og hefur talað fyrir því að hér þurfi átak til að snúa þróuninni við, en benda á að það er fyrst og síðast undir ökumönnum sjálfum komið að árangur náist.

Sjá einnig: Slysum af völdum ölvunaraksturs þrefaldast

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur undanfarna daga verið með átak í gangi þar sem sjónum er beint sérstaklega að ástandi ökumanna. Settir voru upp eftirlitspóstar víða um umdæmið, þar sem ökumenn eru stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Á Facebook síðu lögreglunnar kom fram á föstudag að dagana á undan hafi a.m.k. 400 ökumenn verið stöðvaðir. Það kom jafnframt fram að enginn þeirra hafi verið undir áhrifum áfengis en sex einstaklingar voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum annarra vímuefna, þar af einn tvisvar. Þessu eftirliti lögreglu hefur svo verið haldið áfram um helgina.

Hér að neðan má sjá myndband sem varpar ljósi á undarlegt viðhorf til þess að aka eftir neyslu áfengis: 

Nýjast