Eyþing vill tryggja stuðning við verðandi foreldra

Aðalfundur Eyþings, landshlutasamtaka sveitarfélaga á Norðausturlandi var haldinn á Grenivík um helgina. Aðalfundurinn minnir á að almenn og góð heilbrigðisþjónusta er mikilvægt byggða- og öryggismál. Skorað er á stjórnvöld að tryggja aðgengi að grunnþjónustu heilsugæslu og öldrunarþjónustu á öllu svæðinu. Þá brýnir fundurinn stjórnvöld til þess að vinna hugsanlegar breytingar á heilbrigðisþjónustu svæðisins í nánu samstarfi við íbúa, stofnanir og sveitarstjórnir á Eyþingssvæðinu.

Í ljósi þess að einungis ein fæðingadeild er á Eyþingssvæðinu leggur fundurinn til að tryggð verði aðstaða og stuðningur fyrir verðandi foreldra í námunda við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir í ályktun aðalfundarins.

Nýjast