Verkin sem Eygló sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri eru upphleypt og unnin í pappír og flest þeirra eru gerð með bókasafnið og starfsemi þess í huga. Þau eru teiknuð eða máluð svæði sem eru eins og í sífelldri endurnýjun og uppbroti, líkt og þegar hugurinn endurnýjar sig og nærir. Eygló hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga, dvalið erlendis á vinnustofum og hlotið viðurkenningar og styrki fyrir myndlist sína. Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8-18 og 12-15 á laugardögum. Allir eru velkomnir