Eyfirskar gæðakýr fá viðurkenningu

Rót 347 frá Syðri Bægisá mjólkaði alls 11308 kíló á síðasta ári og var nythæsta kýrin í héraðinu.
Rót 347 frá Syðri Bægisá mjólkaði alls 11308 kíló á síðasta ári og var nythæsta kýrin í héraðinu.

Kýrnar Svipul frá Hrafnagili, Drottning frá Vatnsenda og Svala frá Akri hlutu hæstu heildareinkun eyfirskra kúa, en greint var frá niðurstöðum kúadóma í Eyjafirði á fundi í Hlíðarbæ á dögunum. Kýrnar eru fæddar árið 2006 og veittar voru viðurkenningar fyrir annars vegar útlitsdóm og hins vegar sambland af útlitsdómi og afurðamati kýrinnar. Alls var um að ræða 1423 kýr en árgangurinn er verulega stærri en vant er að sögn Guðmundar Steindórssonar ráðunauts hjá Búgarði.

Eigendur fengu viðurkenningu frá Búnaðarsambandinu, stækkaða mynd af viðkomandi kú og eins fengu þeir verðlaunagripi úr kýrhorni, en þá gerði Guðrún Steingrímsdóttir á Stekkjaflötum i Eyjafjarðarsveit. Þá veitti Búnaðarsamband Eyjafjarðar sams konar verðlaunagrip fyrir nythæstu kú héraðsins árið 2010, en það var Rót 347 á Syðri-Bægisá sem mjólkaði alls 11308 kíló.           

Nýjast