Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga ferðum til Húsavíkur með því að hefja áætlunarflug á laugardögum í vetur. Markmiðið er að auka þjónustuna við flugfarþega og þá sem flytja vörur með flugfélaginu. Fram að þessu hefur Ernir flogið alla aðra daga vikunnar.
Byrjað verður að fljúga á laugardögum, nú n.k. laugardag 14. október og hafa ferðirnar nú þegar verið settar í sölu á ernir.is.
Stéttarfélögin hafa fagnað þessari ákvörðun flugfélagsins sem þau segja að hafi unnið vel með heimamönnum er varðar flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. „Þrátt fyrir að tvö áætlunarflug séu nánast daglega til Húsavíkur á vegum flugfélagsins hefur félagið brugðist vel við þessum aðstæðum og flogið allt að fimm sinnum til Húsavíkur á dag þar sem mikil eftirspurn hefur verið eftir flugi milli þessara áfangastaða.“ Segir á framsyn.is.
Þess má að geta að flugfélagið hóf áætlunarflug á leiðinni Reykjavík- Húsavík í apríl 2012. JS