Erna sýnir málverk, ljósmyndir og innsetningu í Deiglunni

Erna G.S. opnar sýningu sína "Remix Móment 2009" laugardaginn 23. júlí kl. 15.00 í Deiglunni, Listagilinu á  Akureyri. Þar sýnir Erna málverk, ljósmyndir og innsetningu, unnin 2009-2011. Viðfangsefni sýningarinnar er andartakið,  þjóðfélagsástand og samtíminn, persónulegt líf og skynjanir. Þar sem um ákveðna endurspeglun er oft að ræða eða alls ekki og öðlast verkin við það bæði margræðni og mystík.  

Erna hefur verið að vinna að tilraunum sínum með samþættingu ólíkra listmiðla og viðfangsefnis frá árinu 2004 þar sem hún vinnur út frá augnablikinu og með andartakið sem er það vinnuferli sem skapar verkin.  Þau umbreytast í vinnslunni þar sem Erna vinnur aftur og aftur með sömu verk og hugmyndir. Erna stundaði myndlistanám við Myndlista og Handíðaskóla íslands 1985-1989, framhaldsnám við Slade School of Fine Art í London 1990-1992, auk náms í kennsluréttindum við Listaháskóla Íslands 2003-2005.

Þetta er 11 einkasýning hennar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og víða erlendis frá árinu 1990. Sýning Ernu í Deiglunni stendur til 7 ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17.

Nýjast