Erlent lán til að fjármagna framkvæmdir við 2. áfanga Naustaskóla

Naustaskóli. Mynd: Hörður Geirsson.
Naustaskóli. Mynd: Hörður Geirsson.

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun kynnti Dan Jens Brynjarsson fjármálástjóri bæjarins fyrirhugða erlenda lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf að upphæð EUR 3.000.000. Í bókun sem lögð var fram á fundinum kemur m.a. fram að lánið er til 8 ára og að til tryggingar láninu standi tekjur sveitarfélagsins. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir við 2. áfanga Naustaskóla en það er af endurlánfé Þróunarbanka Evrópuráðsins. Bæjarráð samþykkti lánssamninginn og vísaði honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Nýjast