Erill hjá lögreglunni á Akureyri

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en mikill fjöldi fólks er í bænum vegna Bíladaga. Að sögn lögreglu fór nóttin þó áfallalaus fram þrátt fyrir talsverðan eril. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur um fimm leytið í morgun og var enn í yfirheyrslum er þetta er skrifað. Maðurinn er á tvítugsaldri og var að keyra í miðbænum er hann var stöðvaður. Þá gista tveir fangageymslur hjá lögreglunni þar sem þeir eru látnir sofa úr sér mikla ölvun.

Nýjast