Ásgeir Ólafsson skrifar
Ég sat og horfði á auglýsingar á milli frétta í sjónvarpinu um daginn og sá þá auglýsta þekkta vöru, enda stórt kvöld framundan og líklegt var að karlmenn væru í miklum meirihluta að horfa þar sem risaslagur var í fótboltanum nokkrum mínutum síðar á hinni rásinni. Kannski besti...í heiminum kyrjaði með djúpri seiðandi röddu og neðst í hægra horni skjásins komst lítið kjánalegt léttöl merki fyrir, rétt svo að augun min skynjuðu það en ég treysti á sjónminni mitt og undirmeðvitund að þarna stæði léttöl þó svo ég sæi það ekki. Þessar reglur með auglýsingu áfengi voru settar fyrir nokkrum árum þar sem ekki þótti eðlilegt að auglýsa það nema með þessum skilyrðum til að ýta ekki undir ofneyslu áfengra drykkja vegna þess hversu skaðlegir heilsunni þeir kunna að vera.
Daginn eftir strunsaði ég framúr, þreyttur eftir lítinn svefn, þegar litlu strákarnir vöknuðu snemma en þar sem ég var svo ánægður eftir frækinn sigur kvöldið áður í boltanum átti ég auðveldara með að komast á fætur til að kveikja á sjónvarpinu og sýna faldann áhuga minn á barnaefninu þeim til stuðnings og mikillar gleði. Á milli þátta sem ekki voru mikið lengri en 10 mínutur komu auglýsingar. Svali var á sínum stað, Skemmtigarðurinn, og nýjustu tölvuleikirnir. Strákarnir uppveðruðust og hlökkuðu til næsta auglýsingahlés og töluðu um ekkert annað en nýja kallinn frá Hero factory sem auglýstur var í síðasta auglýsingatíma meðan að mjög svo skemmtileg teiknimynd með erkifjendunum Tomma og Jenna rann fram hjá okkur í háværum og spenntum samræðunum bræðranna. Næsta auglýsingahlé kom og þeir þögnuðu. Sandurinn sem breytist í leir, bílarnir sem breyta um lit sé þeim dýft í vatn... þannig sátu strákarnir stjarfir og hlustuðu af ákefð líkt og við gerðum þegar að skátaforinginn sagði draugasögur í skátaferðum í gamla daga. Þú gast heyrt saumnál detta. Ærslafull skær trúðaröddinn í sjónvarpinu var ærandi og um leið sannfærandi þegar hún nánast sannfærði mig um að ég þurfi að eignast nyja græna Hero kallinn. Þú verður að eignast hann ...allir eiga hann. Þá leit ég á litlu herforingjana í sófanum sem sátu stífir og gapandi þannig að þeir rétt náðu að gleypa munnvatnið sem þeir framleiddu. Strákarnir vissu ekkert hvað þeir áttu að gera við allar þessar upplýsingar, nem það að allar hilllurnar inni í herbergi sem svignuðu að dóti skiptu engu málin núna. Núna varð að eignast græna kallinn. Þeir snéru höfðinu samtaka í áttina að mér með sama svið og þeir auglýisngin framkallaði, og ég með hálfa Cheerios skeiðina upp í mér, vissi hvað var í vændum. Ég varð að komast í burtu áður þen þeir næðu að kyngja munnvatninu og koma fyrir sér orði. . Þeir loka munninum og gleypa munnvatnið og gera sig líklega til að kasta fram spurningunni...en þá náði ég að afsaka mig á annan stað í húsinu, til að losna við það sem átti eftir að gerast í framhaldi. Þegar ég stend frammi eldhúsið brestur það sem ég hafði óttast... Ásgeir ...ég var sigraður...fór fram aftur, útskýrði fyrir þeim að þeir ættu nógu mikið af dóti, og að þeir ættu að setja græna kallinn á óskalistann. Ég varð á innan við einni mínútu óvinsælasti maðurinn í bænum. Græni kallinn...græni kallinn...
Nú hefur það verið margsannað að of mikil tölvuleikjanotkun getur kallað á alvarlegt þunglyndi og skapbresti hja litlum krökkum líkt og ofneysla áfengis hjá okkur getur gert. Tölvuleikir barnanna og stanslaus ósk þeirra um nýtt dót meðan að það nýjasta ennþá lyktar af umbúðunnum er þeirra áfengi, þeirra fíkn.
Af hverju má auglýsa allt sem á markað kemur fyrir börn án skilyrða, en við fullorðna fólkið þurfum að lúta reglum auglýsingaiðnaðarins. Bannaðir tölvuleikir eru auglýstir í barnasjónvarpi. Hvaða 18 ára gamla barn eða fullorðni einstaklingur er markhóðurinn snemma laugardags og sunnudags? Þarna er verið að reyna að fá börn okkar til að biðja um eitthvað sem þeir mega ekki fá og engar reglur eru í þá áttina að aðstoða okkur foreldra í þeirri baráttu. Þessu þarf að breyta.
Öll herbergi barna okkar í dag eru stútfull af alls kyns dóti sem fyllir gleði þeirra rétt i nokkra daga og þá er kominn nýr kall sem þarf að eignast, nýr bíll, nýtt leikfang sem matað er ofan í börnin okkar eins og sölumaður sem kann á börn fær að leika sér að vild með án þess að nokkuð sé aðhafst og fær jafnvel stöðuhækkun fyrir vikið. Mjög svo auðvelt er að gera börn okkar að fíklum. Fíkla í hvað sem er...jafnvel dót og leikföng og ekki kennir þetta börnum okkar að vera þakklát fyrir það sem þeir eiga.
Ég legg til að þessu verði breytt og það verða sett einhver lög um það hversu mikið má matreiða ofan í börn okkar, hvernig það er gert, hvaða leiðir þarf að fara, hvaða liti má nota osfrv. Til langs tíma þá hefur þetta skaðleg áhrif á andlega líðan barna okkar og skap þeirra. Það getur ekki talist til góðs þegar þeir eru erfingjar landsins okkar. Auðvitað er það hlutverk okkar foreldra að sjá til þess að börn okkar alist upp með rétt gildi. En ef við fullorðnir þurfum að fá aðstoð auglýsingaiðnaðarins að ekki sé brotið á okkar rétti sem neytandi og ýtt sé undir neysluhefðir okkar, þurfa börn okkar það líka.
Höfundur er foreldri.