Enn stefnir í met í sjúkrafluginu frá Akureyri

Allt stefnir í að enn fjölgi flutningum í sjúkraflugi á vegum Slökkviliðs Akureyrar á milli ára. Í  vikunni voru sjúkraflug orðin 420 það sem af er þessu ári og fluttir hafa verið 450 sjúklingar.   

Það stefnir því allt í að heildarfjöldi flutninga í sjúkraflugi verði yfir 500 þetta árið. Sjúkraflug er annar stærsti verkþáttur í verkefnum Slökkviliðs Akureyrar.  Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri segir á vef slökkviliðsins að þjónustan hafi mælst vel fyrir og styðji vel við heilbrigðiskerfi landsins.

Nýjast