Það stefnir því allt í að heildarfjöldi flutninga í sjúkraflugi verði yfir 500 þetta árið. Sjúkraflug er annar stærsti verkþáttur í verkefnum Slökkviliðs Akureyrar. Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri segir á vef slökkviliðsins að þjónustan hafi mælst vel fyrir og styðji vel við heilbrigðiskerfi landsins.