Enn óvissa með Odd og Ingimund

Enn er óvissa um hvort handboltamaðurinn Oddur Gretarsson leiki með Akureyri næsta vetur en bæði Wetzlar og Grosswallstadt í Þýskalandi íhuga að bjóða honum samning. Þá er einnig lítið að frétta af viðræðum milli Akureyrar og Ingimundar Ingimundarsonar landsliðsmanns, en hann mun einnig vera að skoða möguleika í Þýskalandi.

Samkvæmt heimildum Vikudags er þó líklegt að þeir leiki báðir með Akureyri í vetur, en það er þó ekki endanlega ljóst og skýrist líklega á næstu dögum.

Nýjast