Enn ófært á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar

Á Norður- og á Norðausturlandi er búið að moka Víkurskarð og Tjörnes og verið er moka Melrakasléttu og Hálsa. Ófært á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og ekki verður athugað með mokstur þar fyrr en á morgun. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur eða hálkublettir á flestum leiðum.  

Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir. Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir. Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi og í Hrútafirði. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Nýjast