Reglur um úrvalsmjólk eru afar strangar og þurfa framleiðendur að vera með úrvalsmjólk í öllum mánuðum ársins til að hljóta sérstaka viðurkenningu. Álag (bónus) á innveginn líter mjólkur vegna úrvalsmjólkur á árinu 2010 er 2% af afurðastöðvaverði mjólkur eða um 1,42 kr. á verðlagi dagsins í dag svo það er eftir nokkru að slægjast að hafa mjólkurgæðin í þessum flokki. Auk þess var innveginn mjólk úr Eyjafirði og S- Þingeyjarsýslu með lægsta líftölu (gerlatölu) og frumutölu allra svæða á landinu.