Enginn viðbótarkostnaður vegna nýs bæjarstjóra

Hermann Jón Tómasson verðandi bæjarstjóri á Akureyri, segir ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á málefnum bæjarins og gott til þess að vita að fólk er meðvitað um nauðsyn þess að fara vel með sameiginlega fjármuni okkar.  

"Fyrirsjáanlegur tekjusamdráttur kallar að sjálfsögðu á aukið aðhald af hálfu bæjarins," segir Hermann Jón vegna fréttar í Vikudegi um hugsanlega undirskriftarsöfnun gegn fyrirhuguðum bæjarstjóraskiptum í vor. "Ef fólk er hins vegar að velta fyrir sér kostnaði hvað þessa breytingu varðar þá hef ég áður lýst yfir í fjölmiðlum að ég mun ekki þiggja biðlaun við lok starfstíma míns sem bæjarstjóri. Enginn viðbótarkostnaður mun því falla á bæjarsjóð vegna bæjarstjóraskiptana. Ég ítreka þetta hér með, því það er ljóst af þeirri umræðu sem vísað er til í fréttinni að þessi yfirlýsing hefur ekki skilað sér til bæjarbúa," segir Hermann Jón.

Nýjast