Alls komu nítján mál upp í sameiginlegu átaki Lögreglunnar á Norðurlandi eystra og Akureyrarbæ gegn heimilisofbeldi sem hófst fyrir um ári síðan og var ákært í tveimur þeirra. Á þessu tímabili hefur nálgunarbanni verið beitt í þremur tilvikum. Ákveðið hefur verið að halda samstarfi lögreglunnar og Akureyrarbæ áfram en það tók gildi þann 1. mars í fyrra og var um að ræða tilraunaverkefni til eins árs.
Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 28. apríl