Íslenskunámskeið fyrir erlendar konur með börn

Myndin er af vefnum akureyri.is
Myndin er af vefnum akureyri.is

Zontaklúbbur Akureyrar fékk styrk upp á 320.000 kr. frá velferðarráðuneytinu til að fjármagna íslenskunámskeið fyrir erlendar konur sem eru með lítil börn eða barnshafandi.

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Alþjóðastofu Akureyrarbæjar.

Auk þess hefur ungbarnavernd og mæðravernd á heilsugæslustöðinni aðstoðað við að koma námskeiðinu á framfæri til markhópsins.  

Markmiðið er að bjóða erlendum konum sem eru heimavinnandi með ung börn eða barnshafandi upp á mjög einstaklingsmiðað námskeið þar sem kennt er í fámennum hópi.

Börn þátttakenda koma með á námskeiðið, þannig að ekki þarf að útvega barnapössun. Námskeiðið er alls 40 klukkustundir er kennt tvisvar í viku á dagtíma.

Zontaklúbbur Akureyrar hefur áður staðið fyrir svona námskeiði og afar vel hefur tekist til.  Konur frá ýmsum löndum hafa tekið þátt s.s. Póllandi, Tékklandi, Lettlandi, Frakklandi, Marókkó, Rúmeníu og Taílandi.

Nýjast