Frístundaráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja þrjú íþróttafélög, KA, Þór og Skautafélag Akureyrar til að sinna frístundaakstri. Hvert félag fær 1,3 milljónir króna til að sinna frístundaakstri barna í 1. til 4. bekk fram að áramótum.
Samfélagssvið Akureyrarbæjar óskaði í byrjun skólaárs eftir tilboðum í frístundaakstur fyrir tímabilið frá 6. September 2021 til 3. Júní 2022. Hugmyndin var að börnum á yngsta stigi yrði ekið úr skólum og á æfingar eða í tómstundastarf á milli kl. 13 og 16 virka daga. Það var liðið í stefnu bæjarins um samfellu í skóla- og frístundastarfi og átti að koma í stað rútuferða sem einstök íþróttafélag hafa haldið utan um fyrir iðkendur í einstökum greinum.
Aðeins eitt tilboð barst í frístundaaksturinn og var það umtalsvert hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Frístundaráð hafnaði því tilboði. Í kjöfarið samþykkti ráðið að styrkja íþrótta- og tómstundafélög um 4 milljónir króna svo þau sjái sér fært að annast aksturinn. Sviðsstjóri ræddi við forsvarsmenn félaganna og lagði því næst fram tillögu um áðurnefnda styrki til félaganna þriggja, KA, Þórs og SA.