Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslu, í samstarfi við Jafnréttisstofu, stóð fyrir opnum fundi á Húsavík s.l. laugardamorgun í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Fundurinn heppnaðist afar vel, en um 80 konur og karlar mættu til fundarins og voru konur raunar í miklum meirihluta.
Ræðumenn dagsins voru, Kristín Ástgeirsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Ósk Helgadóttir. Boðið var upp á mögnuð tónlistaratriði í bland við fróðlegar og skemmtilegar ræður. Auka ræðuhalda og menningaratriða var bragðgóð súpa í boði. Nánar verður fjallað um þessa samkomu í Skarpi í vikunni.JS