Enginn skandall á kjörtímabilinu
Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akuareyri segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili.
Okkar verkefni eftir hrun var að skera niður og hagræða. Við erum ekki að skilja eftir okkur hallir. Ég tel mig hafa unnið heiðarlega, ráðningar starfsfólks eru til dæmis oft viðkvæmar og það er ekki hægt að benda á pólitískar ráðningar á kjörtímabilinu.
Það er ekki hægt að benda á einhvern skandal á kjörtímabilinu að mínu mati. Samstarfið við minnihlutann hefur verið mjög gott, þannig að ég er í stórum dráttum sáttur og þakklátur bæjarbúum fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að starfa í þeirra þágu.
Nánar er rætt við Geir Kristinn í prentútgáfu Vikudags