Enginn lagst inn á Covid-deildina á SAk í þriðju bylgju faraldursins

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.

Enginn hefur lagst inn á Covid-legudeildina á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Starfsfólk sjúkrahússins er í startholunum ef fólk veikist alvarlega á svæðinu.

„Við erum tilbúin með viðbragð til að taka á móti Covid-19 smituðum sjúklingum en fram til þessa, í þriðju bylgjunni, hefur enginn verið innlagður með smit,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk.

Faraldurinn er í vexti á Norðurlandi eystra sem og á höfuðborgarsvæðinu. Hér á svæðinu eru nú 51 í einangrun og 135 í sóttkví. 


Nýjast