Engin smit á Grænuvöllum á Húsavík

Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík.
Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík.

Greint var frá því fyrr í dag að leikskólinn Grænuvellir Á Húsavík hafi lokað einni deild vegna hugsanlegs Covid-19 smits. Það var gert sem varúðarráðstöfun vegna þess að fólk sem var gestkomandi á heimili barns af deildinni í síðustu viku; greindist með veiruna um helgina.

Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi Norðurþings sagði í samtali við Vikublaðið í dag að fyllsta öryggis væri gætt þegar svona kæmi upp á og beðið væri eftir niðurstöðum úr sýnatökum hjá viðkomandi.

Niðurstaða barst undir kvöld og var hún neikvæð. Foreldar barna á Grænuvöllum hafa fengið tölvupóst þess efnis og að leikskólinn verði opin venju samkvæmt á morgun. Áfram verði unnið með sóttvarnahólf í leikskólanum og umgangur milli deilda takmarkaður.


Athugasemdir

Nýjast