Engin frekari smit á Kristnesspítala

Kristnesspítali.
Kristnesspítali.

Sjúklingar og starfsfólk á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit hafa farið í sýnatöku og enginn reyndist jákvæður fyrir Covid-19 samkvæmt upplýsingum Vikublaðsins. Eins og frá var greint í síðustu viku kom upp smit hjá starfsmanni spítalans og þurftu 10 starfsmenn og 13 sjúklingar að fara í sóttkví.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður áfram skert starfsemi á Kristnesspítala út þessa viku vegna sóttvarnareglna á sjúkrahúsinu en að því loknu ætti eðlileg starfsemi að geta hafist á ný.

 


Nýjast