Engar skemmdir á flutningaskipinu Axel

Flutningaskipið Axel siglir til Danmerkur með fullfermi af frakt nú á tólfta tímanum.
Flutningaskipið Axel siglir til Danmerkur með fullfermi af frakt nú á tólfta tímanum.

Flutningaskipið Axel siglir nú á tólfta tímanum áleiðis til Thyboron í Danmörku með fullfermi af frakt en eins og fram hefur komið tók skipið niðri á sandrifi á siglingu úr Sandgerðishöfn í nótt. Skipið sigldi undir eigin vélarafli til Helguvíkur eftir að það losnaði af rifinu, þar sem kafari kannaði hvort skemmdir hafi orðið og tók myndband af botni skipsins. Í ljós kom að engar skemmdir eru á skipinu, sem getur því haldað áfram för sinni til Danmerkur, að sögn Bjarna Sigurðssonar framkvæmdastjóra Dregg Shipping í Færeyjum, sem gerir Axel út.

Bjarni segir að fulltrúar frá flokkunarfélagi skipsins, tryggingafélagi og útgerð hafi skoðað myndband af botni skipsins og að ekki hafi verið um neinar skemmdir að ræða, hvorki á botni eða stýri. Það voru bátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og togbátur sem drógu skipið á flot og var það laust um klukkan fjögur í nótt.

Nýjast