Engan sakaði er bíll fór fram af hárri klöpp og endaði ofan í fjöru

Umferðaróhapp varð á Grenivíkurvegi upp úr klukkan þrjú í dag. Engan sakaði en fólksbíll er ónýtur eftir óhappið. Maður sem ók inn eftir firðinum, í átt til Akureyrar, fékk skyndilega á móti sér bíl á öfugum vegarhelmingi og stefndi sá í átt til Grenivíkur. Maðurinn sveigði út af veginum til þess að forðast árekstur við bílinn sem stefndi á hann.

Bíllinn staðnæmdist á hjólunum utan við veginn. Ökumaðurinn fór út úr bílnum en þá rann bíllinn af stað, fór fram af klöpp og endaði um 83 metrum neðar í fjörunni. Manninum var að vonum nokkuð brugðið. Hann var með tvo hunda með sér í bílnum en þeir komu hlaupandi upp úr fjörunni og hafði ekki orðið meint af bíltúrnum. Bíllinn er ónýtur að sögn lögreglunnar á Akureyri. Talsverður halli er þarna niður í fjöruna. Ekki náðist í ökumanninn sem ók bílnum á öfuga vegarhelmingnum. Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast