Endurbætur við Listasafnið kosta yfir hálfan milljarð

Listasafnið á Akureyri.
Listasafnið á Akureyri.

Meirihluti umhverfis­ og mannvirkjaráðs Akureyrar hefur samþykkt að framkvæmdir við endurbætur á Listasafninu á Akureyri verði settar í útboð. Upphafleg kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna hljóðaði upp á 400 milljónir í fjögurra ára framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar en sú upphæð hefur hækkað um 140 milljónir. Því verða 540 milljónir sem fara í endurbætur. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í húsakynnum Listasafnsins og m.a. áætlað að Ketilhúsið verði hluti af safninu.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir hækkunina en Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir að þegar upphafleg fjárhæð var lögð fram hafi ekki legið fyrir kostnaðarmat.

Nánar er fjallað um málið í Vikudegi sem kom út í gær.

Nýjast