Endurbætur á Sundlaug Akureyrar kosta yfir 300 milljónir króna
Áætluð kostnaðaráætlun með viðhaldi í endurbætur á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar eru rúmlega 300 milljónir króna.
Upphaflega var áætlað að heildarkostnaður við framkvæmdirnar yrðu 200 milljónir, þar af færu tæplega 100 milljónir í nýja rennibraut. Vegna við
bótarframkvæmda hefur kostnaðurinn hins vegar hækkað um ríflega hundrað milljónir. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnaði nýverið öllum tilboðum sem bárust í iðngreinaútboði framkvæmda við endurbætur á svæðinu sem voru öll yfir kostnaðaráætlun. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.