Endurbætur á reiðvegum standa yfir

Mnd fengin af vef Grýtubakkahrepps.
Mnd fengin af vef Grýtubakkahrepps.

mth@vikubladid.is

Hestamannafélagið Þráinn vinnur nú við endurbætur á reiðvegum í Grýtubakkhreppi. Verið er að mala, jafna og valta yfirborð. 

Mikilvægt að allir sýni þessum framkvæmdum skilning til að vel takist til, Þráinn leggur í þetta fjármuni og vinnu segir á vef Grýtubakkahrepps.

Umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð á reiðvegunum, þar á meðal dráttarvélar sem geta sporað illa. Gangandi og hjólandi er heimilt að fara um á reiðvegum en ber að sýna ríðandi umferð fyllstu tillitssemi. 


Athugasemdir

Nýjast