Níu keppendur frá Íslandi, þar af fjórir frá Skautafélagi Akureyrar, tóku þátt á listhlaupsmótinu Skate Malmö sem fram fór sl. helgi í Svíþjóð. Bestum árangri af íslensku keppendunum náði Emilía Rós Ómarsdóttir frá SA, en hún hlaut bronsverðlaun í flokknum Springs Girls. Af öðrum árangri keppenda SA má nefna að Guðrún Brynjólfsdóttir hafnaði í 20. sæti í flokki 15 ára í Advanced Novice og í flokki 13 ára í sömu grein varð Sara Júlía Baldvinsdóttir í 20. sæti og Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir í 23. sæti.